Hvenær byrjaðirðu að búa til myndlist og hvernig kom það til að þú fórst yfir í textílverk?

Ég var umkringd textíl og handverks fólki sem barn. Ömmur mínar báðar og mamma hafa mikið unnið með textíl á fjölbreyttan hátt. Ég sótti mikið í ömmu og alnöfnu mína sem kenndi mér snemma ýmis handtök. Mér leið alltaf eins og himnarnir stæðu opnir upp á gátt þegar við sátum saman og brösuðum við brugðnar lykkjur og franska útsaumshnúta. Hún kenndi mér líka að hlæja að mistökum og hafa gaman að ferlinu. Ég heillaðist af þræðinum sem gat orðið að svo mörgu. Þetta strik sem hagar sér eins og ormur. Fannst töfrandi að geta tekið band og búið til þrívíða nytjahluti, geta tekið þráð og teiknað með honum í hægum takti ofan á efni. Undantekningarlaust varð til eitthvað sem gaman var að koma við og spilaði inn á snertiskynið.

Ég gerði margskonar tilraunir í myndlist þegar ég var í Listaháskólanum, fann hugmyndum mínum fjölbreytt form. En textíllinn hefur alltaf verið minn og ég hans. Það vissi ég út af þessu með himnana sem ég upplifði með ömmu. Nærvera hennar, töfrarnir í höndunum og andinn í efninu sköpuðu einhverja sameiningu sem ég gat ekki annað en fylgt eftir.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði