Anna Maggý er ljósmyndari, listamaður og leikstjóri sem ólst upp á Vestfjörðum fyrstu árin áður en hún flutti til Reykjavíkur þar sem hún býr og starfar í dag. Hún hefur vakið mikla athygli fyrir listrænar ljósmyndir sínar og var nefnd sem einn besti ljósmyndari sinnar kynslóðar af ítalska Vogue.
Myndirnar hennar hafa meðal annars verið birtar í Dazed and Confused og I-D Magazine auk þess sem hún sýndi verk sín nýlega á hinni virtu LA Art Show og Chart Art fair myndlistarmessunni sem er einn stærsti listaviðburður Skandinavíu.
Anna Maggý hefur starfað í tískubransanum frá fimmtán ára aldri. Upphafið má rekja til þess þegar hún fékk að fylgja með í tökur með vinkonu sinni og heillaðist strax af heimi tískunnar. Hún fór í kjölfarið að aðstoða stílistann úr fyrstu tökunni sem leiddi svo til þess að hún fór út til London sem starfsnemi hjá þekktum stílista.
„Ég gjörsamlega hataði að vera þarna og vinna í þessu umhverfi og tók þá ákvörðun um að ég yrði ekki stílisti og endaði með að koma heim eftir hálft ár. Þá fór ég að leika mér að taka myndir sem ég birti á tumblr. Ég vissi ekkert hvað ég var að gera, tók allt á sjálfstillingu og fór þar af leiðandi að klúðra verkefnum. Ég ákvað þá að skrá mig í Ljósmyndaskólann þar sem ég lærði almennilega að taka myndir. Þó ég líti ekki á mig sem sérstaklega tæknilegan ljósmyndara þá lít ég svo á að maður verði að kunna reglurnar til þess að geta brotið þær.“
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði