Það telst alltaf til tíðinda þegar nýr RX kemur fram á sjónarsviðið því þar má ganga að sönnum gæðum vísum hvort sem litið er til vélbúnaðar eða vandaðrar innréttingar og fyrsta flokks frágangs. RX er flaggskip sportjeppalínu Lexus enda stór og stæðilegur og vel búinn þægindum.
Hönnuðir Lexus ákváðu að nota snældulaga yfirbyggingu við hönnun nýjasta RX-bílsins. Þetta skilar sér í því að nú fellur grillið betur inn í yfirbygginguna og gefur tilfinningu lágri þyngdarmiðju. Fyrirferðarminni og rennilegri aðalljós, loftinntök og aukin sporvídd (15 mm) undirstrika enn frekar stöðugt útlitið sem geislar af sjálfstrausti.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði