„Sérstaklega er mælt með því að menn geri sér ferð á Öðling þegar kótiletturnar eru í boði. Þær eru betri þar en gengur og gerist.“
Raunhagkerfið fær glussann og smurolíuna á Matstöðinni uppi á Höfða á fyrstu hæðinni í gömlu höfuðstöðvum Íslenskra aðalvertaka.
Á skjólsælum stað mitt í gullna þríhyrningnum, eins og svæðið sem Suðurlandsbrautin, Skeifan og Ármúlinn markar er oft kallað, er að finna veitingastaðinn Krúsku.