Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa lónsins, segir í viðtali við Þjóðmál að það hafi verið lán í óláni að bíða með skráningu félagsins í fyrravor.
Hjónin Ragnhildur Ágústsdóttir og Júlíus Ingi Jónsson hafa fest kaup á 257 fermetra einbýlishúsi í Garðabæ.
Helmingur liða sem leika í Bestu deild karla selja ódýrasta ársmiðann á 25 þúsund krónur. Dýrustu ársmiðarnir eru hjá Víkingum og Blikum.
Með nýrri tækni í gagnaveri í París verður hægt að draga úr orkunotkun við kælingu um allt að 90% og útrýma losun koltvísýrings.
Um síðustu áramót skuldaði FH 47 milljónir króna í yfirdráttarlán samanborið við 39 milljónir árið áður. KR-ingar skulduðu 21 milljón króna í yfirdráttarlán í lok árs 2024 og Fylkir 16 milljónir.
Arion banki bendir á að verði endurskoðanir á 2.-4. ársfjórðungs síðasta árs sambærilegar og þær hafa verið undanfarin ár, gæti hagvöxtur árið 2024 endað í 1,8% í stað 0,5%
Greiningardeildir bankanna eru á sama máli um að verðbólgan verði tregbreytanleg á næstu mánuðum.
Nýr og endurbættur Kaffivagn á Grandagarði kemur til með að opna í maí.
Hlutabréfaverð Amaroq hefur nú hækkað um 33% frá því að Trump frestaði tollum.
Fregnir af afskriftum Nvidia vegna tolla leiddu strax til verulegs verðfalls á markaði.
Málið hófst þegar skoska þingið samþykkti lög um kynjajafnvægi í opinberum nefndum og ákvað að telja trans konur með í kvennakvóta.
Óvissa ríkir um eina mikilvægustu útflutningsgrein landsins vegna alþjóðamála á meðan ríkisstjórnin hyggst hækka skatta á greinina.
Birgir Þórarinsson var sá þingmaður sem var með langhæsta erlenda ferðakostnaðinn í fyrra, eða hátt í fimm milljónir króna. Hann fór átján sinnum erlendis starfs síns vegna í fyrra.
Framkvæmdastjóri Samorku segir Ísland líklega eina landið þar sem pólitískt kjörnir fulltrúar véla um afdrif verkefna einstakra fyrirtækja á samkeppnismarkaði.
Greiningardeildum viðskiptabankanna þriggja, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankans, ber saman um að íslenskt hagkerfi muni nú fara hægt af stað á ný.