Kenningin um jólasveinana tvo í bandarískum stjórnmálum er mörgum kunn. Hún er runnin undan rifjum Jude Wanniski sem var aðstoðarritstjóri The Wall Street Journal á áttunda áratugnum og þykir hafa töluvert skýringargildi á hvernig bandarískum ríkisfjármálum hefur verið stjórnað undanfarna áratugi. Kenning Wannizki, sem var hægri kantmaður alla sína tíð, er í stuttu máli sú að þegar Repúblikanar eru við völd í Hvíta húsinu eigi þeir að haga sér eins fullir jólasveinar (þetta eru orð Wanniski og biður greinarhöfundur þá lesendur sem starfa í jólatengdum iðnaði og kunna að móðgast yfir orðalaginu afsökunar) og auka ríkisútgjöld eins mikið og þeir geta.

En þegar Demókratar stjórna Hvíta húsinu þá eigi Repúblikanar á þingi að rífa í hár sitt og skegg yfir skuldasöfnuninni og grípa til óyndisaðgerða á borð við að stöðva greiðslur til ríkisstofnana. Þetta að mati Wanniski myndi leiða til þess að Demókratar skæru niður útgjöld til velferðarmála og styrki þannig stöðu Repúblikana í stjórnmálunum. Síðar hefur komið á daginn að þetta fór ekki svona. Útgjöldin aukast óháð því hver situr í forsetastól og hallareksturinn heldur áfram með þeim afleiðingum að sérfræðingar á markaði eru raunverulega farnir að velta fyrir sér hættunni á greiðslufalli ríkisins.

Þetta er hluti af lengri fréttaskýringu sem birtist í Viðskiptablaðinu 7. febrúar. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.