Einar Benediktsson var í viðtali í Frjálsri verslun sumarið 1990. Einar var þá 39 ára gamall og nýráðinn framkvæmdastjóri Síldarútvegsnefndar. Hafði hann starfað hjá nefndinni allt frá árinu 1976 og þar af í 12 ár sem aðstoðarframkvæmdastjóri. Í viðtalinu ræðir Einar, sem tók við starfinu af Gunnari Flóvenz, meðal annars viðskiptin við Sovétmenn.
Hér er brot úr viðtalinu:
Viðskiptin við Sovétríkin hafa lengst af gengið mjög vel og byggja á áratuga viðskiptatengslum. Það hafa verið erfiðleikar á síðari árum vegna verðþróunar hér innanlands og vegna aukinnar samkeppni, aðallega frá Kanada, Noregi, Danmörku og Hollandi. En samningar hafa alltaf náðst að lokum. Yfirleitt fara samningaviðræður fram að haustinu í einni eða tveimur lotum sem jafnan taka 3-5 daga.
Síðastliðið haust gengu samningarnir fyrir sig með talsvert óvenjulegum hætti. Þá sátum við fastir í Moskvu í 5 vikur, Gunnar Flóvenz og ég, áður en samningurinn var staðfestur af stjórnvöldum. Samningar náðust eftir 10 daga en þá vantaði staðfestingu sjávarútvegsráðherra Sovétríkjanna. Hann afgreiddi málið ekki og vísaði því til ráðherranefndar.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði