Það er ekki hægt að fjalla um viðskipti Íslands og Sovétríkjanna og fjalla ekki ítarlega um hugsanleg pólitískan ávinning Sovétmanna af viðskiptunum.
Það skal haft í huga að eftir viðskiptasamninginn 1953 áttu aðeins Austurríki, sem enn var hernumið af Sovétmönnum, og Finnland hlutfallslega meiri viðskipti við Sovétríkin en Ísland.
Björn Bjarnason, fyrrum alþingismaður og ráðherra, starfaði á Morgunblaðinu frá 1979 til 1991. Í fyrstu sem blaðamaður en sem aðstoðarritstjóri frá árinu 1984. Í lok júlí 1983 skrifaði hann fréttaskýringu í blaðið í tilefni af því að 30 ár voru liðin frá því að viðskiptasamningurinn milli Íslands og Sovétríkjanna var gerður.
Hann hóf skrifin á því að ræða hernaðarlegt mikilvægi Íslands, að minnsta kosti að mati Leníns:
„Hernaðarlega séð eru máttur Sovétmanna og markmið gagnvart Íslandi flókin. Augljóst er að í lofti og á legi hafa sovéskar vígvélar verið að nálgast Ísland jafnt og þétt hin síðari ár. Í því samhengi má rifja upp, að frægi bandaríski blaðamaðurinn John Reed sagði kommúnistum frá Íslandi frá því í Moskvu, að á þingi sovéska kommúnistaflokksins 1920 hefði Lenín vakið máls á þýðingu Íslands ef til ófriðar kæmi milli Bandaríkjanna og Evrópu. Og hafði Lenín þá talað um hernaðarlegt gildi Íslands í framtíðarstyrjöld, sérstaklega með tilliti til kafbáta- og lofthernaðar.“
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði