„Í byrjun sá ég alltaf fyrir mér að ég myndi vilja starfa í fjármálageiranum, þegar ég var í háskóla varð það eitthvað sem ég var að líta til og var mjög heppin að fá tækifæri þegar ég var ung til að vinna hjá Gamma, sem var þá ungt og vaxandi fjármálafyrirtæki,“ segir María Björk Einarsdóttir, forstjóri Símans, um upphaf ferilsins en hún hóf störf hjá Gamma árið 2013 sem sérfræðingur í sérhæfðum fjárfestingum.

„Þetta var rosalega dýnamískt umhverfi, mikið að gerast og mikill hraði, en á sama tíma var þarna líka fólk sem að treysti ungu fólki til að bera ábyrgð. Ég græddi mikið á því að fá tölu verða ábyrgð ung þegar ég fékk þá að taka við fasteignafélaginu sem Gamma hafði stofnað.“

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 5.995 kr. á mánuði