Fleiri starfsstéttir en kennarar eru í verkfallsmóð um þessar mundir. Það eru ekki lægri vextir og verðstöðugleiki sem læknar eru að berjast fyrir. Samkvæmt umfjöllun Morgunblaðsins, sem meðal annars innihélt viðtal við Steinunni Þórðardóttur, formann Læknafélags Íslands, eru læknar fyrst og fremst að leggja niður störf til að knýja fram styttingu vinnuvikunnar.