Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra setti nýverið nýja reglugerð tengda hlutdeildarlánum þar sem hámarksverð stærstu slíkra íbúða á höfuðborgarsvæðinu var hækkað úr 66 milljónum króna í 80,5 milljónir. Að auki voru tekjumörk umsækjenda hækkuð töluvert.

Það hefur varla dulist neinum að Seðlabankinn hefur um nokkurt skeið gert sitt allra besta til að draga úr ofþenslu á íbúðamarkaði með endurteknum vaxtahækkunum og þrengingu lánþegaskilyrða, til að freista þess að ná tökum á verðbólgunni. Þessar aðgerðir virðast aftur á móti hafa farið fram hjá ráðherranum. Annað hvort það eða þá að hann hafi vísvitandi ákveðið að hrinda af stað aðgerðum, sem ekki þarf neina sérfræðikunnáttu til að átta sig á að muni stuðla að aukinni þenslu á fasteignamarkaði.

***

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði