Samantekt 

Hér er samantekt á því hvernig Myllusetur ehf. (hér eftir „VB“) vinnur persónuupplýsingar. Athygli er vakin á því að sérstakar reglur gilda um vinnslu fjölmiða á persónuupplýsingum, en VB er fjölmiðill. Hvað viðskiptasambönd VB varðar og að því leyti sem lög um vinnslu persónuupplýsinga eiga við gildir eftirfarandi: 

 • VB mun veita þér upplýsingar um þau gögn sem við söfnum og hvað við gerum við þau. 
 • VB mun gera ráðstafanir til að vernda persónuupplýsingar og meðhöndla lögum samkvæmt. 
 • VB mun tryggja að persónuverndarréttindi séu meðhöndluð lögum samkvæmt og veita þér meira vald yfir þínum eigin upplýsingum. 
 • VB mun einungis nota persónuupplýsingar í þeim tilgangi sem er lýst í persónuverndarstefnu þessari. Það felur m.a. í sér að skrásetja og varðveita nafn, kennitölu, heimilisfang til þess að veita þér þjónustu samkvæmt áskriftarsamningi. VB hefur auk þess lögvarða hagsmuni af því að nýta persónuupplýsingar í markaðsstarfi, eftir því sem lög heimila. 
 • VB mun ekki hafa samband við þig með markaðstengt efni ef þú lætur okkur vita að þú viljir ekki taka við því. Svo framarlega sem þú ert áskrifandi munum við hins vegar halda áfram að senda þér upplýsingar um þjónustu, mikilvægar uppfærslur og upplýsingar um vinnslu á persónuupplýsingum um þig á meðan þær eru varðveittar. 
 • Með því að smella á „Persónuverndarstefna“ hér að neðan getur þú lesið persónuverndarstefnu VB nánar. Með því að lesa persónuverndarstefnuna munt þú fá betri skilning á því hvernig persónuupplýsingarnar þínar eru nýttar, hvaða tegundir upplýsinga við söfnum, hvernig við söfnum þeim, í hvaða tilgangi þær verða nýttar og með hverjum við deilum þeim. 

Við munum gefa þér tiltekin dæmi um vinnslu á persónuupplýsingunum þínum. Vinsamlegast hafðu samband við okkur í tölvupósti með því að skrifa til [email protected] ef þú óskar nánari upplýsinga, ef þú vilt að óska eftir aðgengi, leiðréttingu, takmörkun og eyðingu á persónuupplýsingum þínum. Enn fremur mátt þú fá afrit af persónuupplýsingum þínum eftir því sem lög áskilja. 

VB vinnur eða meðhöndlar persónuupplýsingar sem það safnar ýmist sem ábyrgðaraðili eða vinnsluaðili. Persónuupplýsingar þínar verða geymdar eins lengi og nauðsynlegt er í þeim tilgangi sem þau eru ætluð til vinnslu, eða svo framarlega sem gilt samþykki þitt fyrir vinnslu er fyrir hendi. Þú getur hvenær sem er afturkallað samþykki þitt fyrir vinnslu, í heild eða að hluta. 

Skilmálar 

Upplýsingar um ábyrgðaraðila persónuupplýsinga 

Þegar VB vinnur persónuupplýsingar þínar samkvæmt þessari persónuverndarstefnu telst Myllusetur ehf. vera „ábyrgðaraðili“ persónuupplýsinga þinna samkvæmt lögum Evrópusambandsins og íslenskum lögum um persónuvernd. Heimilisfang okkar er sem hér segir: 

Myllusetur ehf., kt. 671108-1320, Ármúla 10, 108 Reykjavík 

VB hefur skipað persónuverndarfulltrúa sem þú getur haft samband við með því að senda tölvupóst á [email protected] eða skriflega á ofangreint heimilisfang.  

Á hvaða lagastoð hvílir vinnsla okkar á persónuupplýsingum þínum? 

VB vinnur ekki úr persónuupplýsingum þínum nema þar að lútandi lagastoð sé fyrir hendi. Lagastoðin kann að breytast eftir því hver tilgangur vinnslunnar er. Í næstum öllum tilvikum er lagastoðin eftirfarandi: 

 • Vegna þess að VB hefur lögmæta hagsmuni sem fjölmiðill af því að vinna persónuupplýsingar þínar til að reka starfsemi sína og veita þá þjónustu sem áskriftarsamningur kveður á um. 
 • Vegna þess að VB hefur lögmæta hagsmuni af því að markaðssetja, auka gæði og freista þess að aðlaga þjónustu sína að markaðsaðstæðum hverju sinni. 
 • Vegna þess að VB þarf að vinna persónuupplýsingar þínar til að hlíta lagalegum kröfum eða kröfum eftirlitsaðila. 
 • Vegna þess að þú hefur gefið samþykki þitt til VB um að vinna upplýsingar þínar í ákveðnum tilgangi. 

Þegar við vinnum persónuupplýsingar sem byggja á samþykki þínu getur þú afturkallað samþykkið hvenær sem er. Vinsamlegast hafðu samband við VB til að afturkalla samþykki þitt með því að senda tölvupóst á [email protected] eða með bréfpósti á neðangreint heimilisfang: 

Myllusetur ehf., kt. 671108-1320, Ármúla 10, 108 Reykjavík 

Hvenær sendum við þér skilaboð eða höfum samband við þig? 

Þegar þú gerist áskrifandi að þjónustu VB varðveitum við persónuupplýsingar um þig og nýtum til samskipta um áskrift, aðra þjónustu VB og til þess að koma áleiðis tilkynningum sem varða viðskiptasamband okkar. 

Þegar þú skráir þig á póstlista hjá VB eða veitir með öðrum hætti samþykki fyrir því að fá skilaboð í tölvupósti, smáskilaboðum, síma eða bréfpósti. Þú getur hvenær sem er dregið samþykki þitt til baka með því að ýta á tengil í tölvupóstum VB til þín eða eða með því að senda tölvupóst á [email protected]

Hversu lengi geymir VB persónuupplýsingar um þig? 

VB geymir persónuupplýsingar ekki lengur en nauðsyn krefur miðað við tilgang vinnslunnar nema að fengnu samþykki þínu. 

Hvaða persónuupplýsingar vinnum við um þig og í hvaða tilgangi er það gert? 

VB vinnur persónuupplýsingar sem þú afhendir okkur eins og nafn, tölvupóstfang, kennitölu, símanúmer og heimilisfang. Í sumum tilvikum sækir VB persónuupplýsingar um þig til þriðja aðila, t.d. með því að fletta þér upp í Þjóðskrá í þeim tilgangi að kanna hvar þú hefur skráð lögheimili, t.d. til þess að samræma við viðskiptamannagrunn. Í öllum tilfellum vinnur VB aðeins persónuupplýsingar í tengslum við starfsemi sína. 

Hvenær á þessi stefna við? 

Persónuverndarstefna VB á við þegar við söfnum, nýtum eða vinnum með öðrum hætti persónuupplýsingar sem varða samband þitt við VB í viðskiptalegu tilliti. 

Persónuverndarstefnan gildir ekki þegar vinnsla persónuupplýsinga varðar fjölmiðlun, utan þess sem áskilið er í 2. mgr. 6. gr. laga um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018 og eftir atvikum öðrum lögum. 

Hvenær og af hverju söfnum við „viðkvæmum persónuupplýsingum“? 

VB vinnur ekki viðkvæmar persónuupplýsingar. 

Í hvaða tilfellum vinnum við upplýsingar og frá hverjum gætum við fengið þínar persónuupplýsingar? 

Við vinnum persónuupplýsingar um þig þegar þú gerist áskrifandi VB eða þegar þú óskar eftir því að fá sendar upplýsingar um VB. Jafnframt vinnum við persónuupplýsingar um þig sem hluta af markaðsstarfi VB, svo framarlega sem lög heimila. 

Enn fremur kann VB að vinna persónuupplýsingar frá þriðja aðila, svo sem Þjóðskrá Íslands, til þess að samræma við viðskiptamannagrunn. 

Vinsamlegast lestu „Hvaða tegundir persónuupplýsinga vinnum við?“ til að sjá hvaða tegundir persónuupplýsinga VB vinnur um þig. 

Hvaða tegundir persónuupplýsinga vinnum við? 

VB vinnur um þig eftirfarandi tegundir persónuupplýsinga: 

Nafnið þitt, kennitölu, heimilisfang, tölvupóstfang og aðrar tengiliðaupplýsingar. 

Í hvaða tilgangi vinnum við persónuupplýsingar þínar? 

Megintilgangurinn með vinnslu persónuupplýsinga þinna er: 

Að reka starfsemi VB. 

 • Við þurfum að nota upplýsingar til þess að efna áskriftarsamninga. 
 • Við vinnum upplýsingar til þess að markaðssetja VB, bæta gæði þjónustunnar og í öðru viðskiptalegu tilliti, eftir því sem lög heimila 
 • VB vinnur persónuupplýsingar til að halda uppi lagalegum rétti VB eða starfsmanna þess, t.d. til þess að verja hagsmuni í ágreiningsmálum, í tilfellum sem tengjast ólöglegri starfsemi, kröfum, svikum eða áreitni. 
 • Við getum unnið persónuupplýsingar þínar þegar við framkvæmum leitir sem tengjast beiðnum um afritun eða eyðingu persónuupplýsinga. 

Með hverjum deilum við persónuupplýsingunum þínum? 

VB deilir persónuupplýsingum þínum ekki með neinum nema í lögmætum og málefnalegum tilgangi. Persónuupplýsingum þínum kann að vera deilt með þriðju aðilum í eftirtöldum tilvikum: 

 • Í tilfellum þar sem okkur ber samkvæmt lögum að deila upplýsingum þínum með stjórnvöldum og löggæsluyfirvöldum. 
 • Þegar um er að ræða aðila sem veita þjónustu sem við notum til þess að halda uppi eðlilegri starfsemi VB. Til dæmis þriðju aðilar sem veita fjarskiptaþjónustu eða varðveislu gagna, enda sé tryggt að öll lagaskilyrði séu uppfyllt við vinnsluna. 
 • Þegar um er að ræða aðila sem eiga hlut að máli við að halda uppi réttarkröfum, svo sem lögmannsstofur eða dómstólar. 

VB selur ekki persónuupplýsingar þínar til þriðju aðila. 

Til hvaða landa verða persónuupplýsingar þínar sendar? 

VB kann að deila upplýsingum þínum með þriðju aðilum í löndum sem eru staðsett innan Evrópska efnahagssvæðisins. 

Ef nauðsynlegt er að deila upplýsingum með þriðja aðila sem ekki er innan EES svæðisins, á eitthvert eftirtalinna atriða við: 

 • Flutningurinn er til lands sem talið er veita tilhlýðilega vernd samkvæmt mati framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. 
 • Viðtakandinn starfar eftir bindandi fyrirtækjareglum. 
 • Í gildi eru samningar sem veita vernd á grunni staðlaðra ákvæða um persónuvernd, sem framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur viðurkennt. 
 • Vinnslan fer fram eftir viðurkenndum reglum eða samningum eftir því sem áskilið er í gildandi lögum um vinnslu persónuupplýsinga hverju sinni. 

Hvernig get ég óskað eftir afriti af eða eyðingu á persónuupplýsingum mínum og hvernig legg ég fram kvörtun? 

Samkvæmt löggjöf Evrópusambandsins og íslenskum persónuverndarlögum getur þú óskað eftir afriti af persónuupplýsingum þínum ef þær eru unnar af VB. Þú þarft ekki að borga gjald fyrir þessa beiðni nema að hún eigi sér bersýnilega enga stoð eða sé óhófleg. VB mun gera allt sem í sínu valdi stendur til að bregðast við beiðni þinni innan 30 daga frá móttöku. 

Beiðni þín verður að vera skrifleg og innihalda eftirfarandi upplýsingar: 

 • Nafn, tölvupóstfang og póstfang. 
 • Upplýsingar um beiðni þína. 
 • Upplýsingar sem auðvelda okkur að finna þær upplýsingar sem þú ert að óska eftir. 
 • Tölvupóstfang, símanúmer eða aðrar tengiliðaupplýsingar þínar. 

Að auki biðjum við þig um að leggja fram: 

 • Afrit af skilríkum útgefnum af opinberum stjórnvöldum svo sem vegabréf eða ökuskírteini. 
 • Þetta er nauðsynlegt svo að við getum staðfest hver leggi fram beiðnina. 
 • Undirskrift þína og dagsetning beiðninnar. 
 • Ef þú ert að sækja um fyrir hönd annars aðila þarf undirritað umboð frá umboðsgjafa. 

Vinsamlegast sendu beiðni þína til: 

Myllusetur ehf., kt. 671108-1320, Ármúla 10, 108 Reykjavík 

Þú hefur einnig rétt á að leggja fram kvörtun til Persónuverndarar. Kvörtun má senda skriflega til: 

Persónuvernd 

Rauðarárstíg 10 

105 Reykjavík 

Ísland 

Breytingar á þessum skilmálum 

VB getur gert breytingar á þessari persónuverndarstefnu svo að hún endurspegli sem best hvaða vinnsla persónuupplýsinga fer fram á hverjum tíma. VB getur sett tilkynningu á vefsíðu sína eða miðlað til þín með öðrum hætti þegar persónuverndarstefnunni er breytt. Þú getur skoðað nýjustu útgáfu persónuverndarstefnu okkar á þessari síðu.