Enginn vafi er í huga umhverfisráðherra um að skuldbindingar á sviði loftslags- og orkumála náist, þrátt fyrir að Ísland hafi dregist aftur úr á undanförnum árum. Einföldun ferla þegar kemur að virkjunum er í vinnslu, ýmissa frumvarpa er að vænta og uppfærð aðgerðaáætlun mun brátt líta dagsins ljós. Þá er verið að skoða ýmsa möguleika, á borð við það að heimili sem setja sjálf upp sólarorkuver geti selt orku ef þau framleiða umfram eigin þörf.