Hlutdeild erlendra fjárfesta í skráðum félögum hér á landi nemur nú um 5% sem er við sögulegt lágmark. Vonir standa til að hlutdeildin hækki með endurflokkun Íslands hjá FTSE. Á sama tíma sýna erlendir fjárfestar óskráðum íslenskum félögum mikinn áhuga.