Tap tryggingatæknifyrirtækisins Verna nam 172 milljónum króna árið 2022 en árið áður nam tap 74 milljónum.

Uppgjörið í fyrra litast mjög af því að dótturfélagið Verna MGA, sem hóf sölu á bifreiðatryggingum á árinu, tapaði 116 milljónum. Alls lagði Verna 180 milljónum til dótturfélagsins á árinu auk þess sem fjárfest var í hugbúnaðarlausnum fyrir 134 milljónir.

Þá dróst sala saman milli ára hjá móðurfélaginu um 100 milljónir og nam 121 milljón í fyrra en það skýrist að hluta af því að félagið seldi árið 2021 verkstæði sem sinnti viðgerðum fyrir Apple vörur.

Eigið fé félagsins nam 364 milljónum í árslok og var eiginfjárhlutfall 55,8%. Friðrik Þór Snorrason er forstjóri og einn eigenda Verna.

Lykiltölur / Verna

2022 2021
Sala 121 220
Hlutdeild í afkomu -116 0
Eigið fé 364 536
Afkoma -172 -74
- í milljónum króna