Bitcoin fór yfir 120 þúsund dali í fyrsta sinn í morgun eftir tæplega ríflega 30% hækkun í ár. Verð á bitcoin hefur hækkað um nærri 4% síðastliðinn sólarhring og stendur nú í 122,5 þúsund dölum.

Í umfjöllun CNBC segir að hækkun á verði rafmyntarinnar fylgi í kjölfar aukins innflæðis í skráða rafmyntasjóði (ETF).‏ Innflæði í bitcoin sjóði var jákvætt um 1,18 milljarða dala á fimmtudaginn og hefur ekki verið meira á einum degi í ár.

Þá mun fulltrúadeild Bandaríkjaþings taka fyrir ýmis mál er snúa að stafrænum eignum og rafmyntum í vikunni.