Stór sprengja sprakk á brúnni yfir Kerch-sund. Brúin er milli Krímskaga og Rússlands og er gríðarlega mikilvæg fyrir rússneska herinn.
Um brúnna fara hergögn, olía og aðrar vistir fyrir hermennina sem berjast í Úkraínu.
Fréttir herma að brúin sé hrunin að hluta en hún var byggð eftir að Rússar innlimuðu Krímskaga árið 2014.
Hryðjuverkanefnd rússneska ríkisins segir að að bílsprengja hafi sprungið á brúnni en háttsettir rússneskir embættismenn hafa sakað Úkraínumenn um að hafa sprengt brúnna.