Sögufræga Smithfield kjötmarkaðinum í Lundúnum verður lokað árið 2028 en ákvörðun þess efnis var tekin á fundi the City of London Corporation, sem fer með yfirráð á svæðinu, í síðustu viku. Til skoðunar hafði verið að færa markaðinn á nýjan stað í austurhluta Lundúna en fallið var frá þeim áformum.
Eigendurnir segjast munu veita kaupmönnum bætur vegna lokunarinnar, um 300 milljónir punda í heildina, en þeir geta starfað hið minnsta fram að árinu 2028. Stefnt er á að menningarþróunarsvæði rísi sem mun tengjast London Museum.
Smithfield markaðurinn hefur verið starfandi í núverandi mynd frá sjöunda áratug 19. aldarinnar en saga markaðarins nær talsvert lengra aftur. Kaupmenn á miðöldum áttu viðskipti með búfé á svæðinu í hið minnsta frá 1174 og árið 1327 veitti Játvarður 3. Englandskonungur borgarstjórn Lundúna réttindi til að starfrækja þar Smithfield markaðinn.