Nokkur flugfélög hafa aflýst flugferðum til og frá Balí vegna öskuskýs frá eldfjalli skammt frá hinni vinsælu ferðamannaeyju. Rúmlega 9 km langt öskuský kom úr eldfjallinu um helgina, rúmlega viku eftir stórt eldgos sem varð tíu manns að bana.

Qantas, Jetstar og Virgin Australia tilkynntu farþegum í dag um truflanir og sögðu að það væri ekki öruggt að fljúga nálægt Lewotobi Laki-fjallinu á eyjunni Palau Lembata.

Jetstar hefur aflýst öllum flugferðum til og frá Balí til 04:00 á morgun að íslenskum tíma. Cathay Pacific frá Hong Kong, IndiGo frá Indlandi og malasíska flugfélagið AirAsia tóku í kjölfarið svipaða ákvörðun.

Ástralska veðurstofan hefur jafnframt varað við því að askan gæti náð til hluta af norðurhluta landsins í dag. Þá hefur hátíðum í Indónesíu sömuleiðis verið frestað vegna ástandsins.