Hátt í 50 útibúum veitingarisans TGI Fridays í Bandaríkjunum hefur verið lokað á innan við viku, sem virðist til marks um yfirvofandi gjaldþrot keðjunnar. Síðast var greint frá lokun tuga veitingastaða keðjunnar í janúar en frá upphafi árs hefur veitingastöðum fækkað úr 270 í 164.

Greint var frá því í fjölmiðlum vestanhafs á dögunum að TGI Fridays hefði leitað til lánadrottna til að halda veitingastöðunum opnum á meðan sótt yrði um greiðslustöðvun.

CNN hefur eftir framkvæmdastjóra Debtwire að veitingakeðjan muni líklega nýta greiðslustöðvun til að leita að kaupanda fyrir hluta starfseminnar, segja upp leigusamningum fyrir óarðbærar staðsetningar og endurskipuleggja skuldir.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði