Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur krafist þess að Google selji frá sér vefvafrann Chrome. Skipunin, sem hefur það markmið að takmarka einokun Google á markaðnum, barst í gærkvöldi en Chrome er vinsælasti vefvafri í heimi.

Lögfræðingar hafa einnig hvatt dómarann í málinu, Amit Mehta, til að þvinga fyrirtækið til að hætta að gera samninga við fyrirtæki eins og Apple og Samsung með það markmið að gera Chrome að aðalvafra.

„Það að endurheimta samkeppni á mörkuðum fyrir leitarvélar eins og þær standa í dag krefst þess að endurvekja samkeppniseftirlit sem Google hefur lengi kæft,“ segja lögfræðingar í málinu.

Google hefur svarað tillögunum með því að segja að dómsmálaráðuneytið hafi ýtt undir róttæka afskiptasemi sem myndi á endanum skaða Bandaríkjamenn og bandaríska tækniforystu um heim allan.