AÞ-Þrif komst á lista yfir 100 bestu vinnustaði Evrópu 2024 samkvæmt alþjóðlegum gagnabanka Great Place To Work, og var jafnframt eina hreingerningarfyrirtækið á þeim lista.
AÞ-Þrif er hreingerningafyrirtæki sem býður upp á alhliða þjónustu þegar kemur að þrifum fyrir fyrirtæki og stofnanir allt frá daglegri ræstingu til sérhæfðari þrifa eins og mygluþrif, iðnaðarþrif og gluggaþrif.
AÞ-Þrif keypti á síðasta ári meindýravarnafyrirtækið Varnir og Eftirlit og eftir kaupin rekur AÞ-Þrif jafnframt stærsta meindýravarnafyrirtæki á Íslandi.
Hjá AÞ-Þrif starfa um 250 manns og hefur fyrirtækið fest sig í sessi sem eitt öflugasta hreingerningafyrirtæki landsins, en stærð fyrir tækisins hefur tvöfaldast á tveimur árum, stoðsvið hafa stækkað og er fyrirtækið í dag með fjóra sviðsstjóra og forstjóra.
Mikil vinna hefur verið unnin á mannauðssviði fyrirtækisins til að styðja við þennan hraða vöxt segir Dagbjört Una Helgadóttir, sviðsstjóri mannauðs.
„Við vitum að ánægðara starfsfólk skilar af sér betri þjónustu, sem er þáttur sem við viljum vera framúrskarandi í. Ánægðara starfsfólk hefur einnig góð áhrif á rekstrarafkomu fyrirtækja og við höfum séð mikla minnkun í veikindatölum og í starfsmannaveltu frá því að við hóf um núverandi vegferð í mannauðs málunum. Ánægt starfsfólk mælir líka með vinnustaðnum sem gerir okkur auðveldara fyrir að finna gott fólk til að ganga til liðs við okkur,“ segir Dagbjört.
Auk þess að vera á lista bestu vinnustaða í Evrópu mældist AÞ-Þrif efst yfir frábæra vinnustaði fyrir konur á Íslandi í sama gagnabanka.
„Það er eitthvað sem ég mun alltaf vera óendanlega stolt af sem kvenkyns stjórnandi á vinnustað þar sem konur eru í meirihluta. Hér erum við með mikið af flottum einstaklingum sem hafa unnið sig upp í stjórnendastöður og skilar það sér í fagmennsku sem er líka gildi hjá okkur, það er lykilatriði að stjórnendur skilji starfsemina og áskoranirnar sem okkar flotta framlínufólk stendur frammi fyrir.”
Huga vel að starfsfólkinu
En hvað hefur fyrirtækið gert til að ná þessum árangri?
„Dæmi um mikilvægar breytingar sem stuðluðu að þessum frábæra árangri var aukin áhersla á fræðslu og nýliðafræðslu, við réðum mannauðssérfræðing til þess að taka þetta föstum tökum og sjáum strax eftir ár að aukin ánægja var ekki bara hjá starfsfólkinu okkar heldur líka hjá viðskiptavinum okkar,“ segir Dagbjört.
„Við munum halda okkar striki, leggja áherslu á gildin okkar þjónustulund, heiðarleika og fagmennsku með því að huga vel að starfsfólkinu okkar svo það hafi svigrúm til þess að gera heilnæmt umhverfi fyrir viðskiptavinina okkar, með svansvottuðum vörum og góðri þjónustu,“ segir Dagbjört.
„Okkar stefnumótun gerir ráð fyrir áframhaldandi vexti og okkar markmið er að halda áfram að vera framúrskarandi góður vinnustaður og skila þannig framúrskarandi þjónustu, því við vitum að hamingja smitar út frá sér,“ segir Dagbjört að lokum.