Leigufélagið Heimavellir seldu 112 íbúðir víðs vegar um landið á fjórða ársfjórðungi síðasta árs og er það í samræmi við áætlun um endurskipulagningu eignasafns félagsins að því er fram kemur í tilkynningu.
Á sama tíma tók félagið við 19 íbúðum til viðbótar á við Hlíðarenda í Reykjavík. Samtals keypti félagið 106 íbúðir á síðasta ári, en seldi 370 íbúðir.
Nam söluverð þeirra 11,5 milljörðum króna, en 5,3% munaði á söluverði og bókfærðu virði íbúðanna sem voru tæplega 35,6 þúsund fermetrar að stærð.
Áætlun félagsins gerir ráð fyrir sölu ríflega 400 íbúða að andvirði 14,5 til 15,5 milljarða króna á árunum 2019 til 2021. Við árslok átti félagið 1.627 leiguíbúðir.