Heimkaup hefur gengið frá kaupum á öllum verslunarrekstri Orkunnar IS ehf., dótturfélagi Skeljar fjárfestingarfélags, hér á land en Samkeppniseftirlitið heimilaði viðskiptin fyrir viku síðan. Kaupverðið er 5.067 milljónir króna og er greitt að öllu leyti með nýjum hlutum í Heimkaupum, að því er kemur fram í fréttatilkynningu.

Á hluthafafundi Heimkaupa sem var haldinn á þriðjudaginn var samþykkt heimild til stjórnar félagsins að auka hlutafé þess um allt að sjö milljarða króna, m.a. til að mæta skuldbindingum sínum vegna kaupanna.

Heimkaup hefur gengið frá kaupum á öllum verslunarrekstri Orkunnar IS ehf., dótturfélagi Skeljar fjárfestingarfélags, hér á land en Samkeppniseftirlitið heimilaði viðskiptin fyrir viku síðan. Kaupverðið er 5.067 milljónir króna og er greitt að öllu leyti með nýjum hlutum í Heimkaupum, að því er kemur fram í fréttatilkynningu.

Á hluthafafundi Heimkaupa sem var haldinn á þriðjudaginn var samþykkt heimild til stjórnar félagsins að auka hlutafé þess um allt að sjö milljarða króna, m.a. til að mæta skuldbindingum sínum vegna kaupanna.

„Markmið hluthafa er að byggja upp öflugt félag á lyfsölu og matvörumarkaði með umtalsverða markaðshlutdeild. Verður það gert bæði með innri og ytri vexti félagsins,“ segir í tilkynningunni.

„Hluthafar stefna að skráningu félagsins á næstu fimm árum og verður félagið rekið eins og um skráð félag sé að ræða.“

Umræddar verslunar- og veitingasölueignir Orkunnar IS sem Heimkaup kaupir eru eftirtaldar:

  • Níu verslanir undi merkjum 10-11, Extra og Orkunnar.
  • Sjö apótek Lyfjavals, þar af fjögur með bílalúgum.
  • Veitingastaðurinn Gló, sem rekur tvo veitingastaði.
  • Átta bakarí Brauð og co. ehf., 38% hlutur.
  • 23% Eignarhlutur í Clippers ehf. sem rekur Sbarro veitingastaðina.

Norvik og HIBB holding fjárfesta fyrir 500 milljónir

Samhliða undirritun kaupsamnings skrifuðu Norvik hf., móðurfélag Byko, og HIBB holding ehf., fjárfestingarfélag Hjalta Baldurssonar, undir áskriftarsamning að nýju hlutafé í Heimkaupum, þar sem félögin tvö skrá sig fyrir nýju hlutafé að andvirði samtals 500 milljónir króna.

Heimkaup ráðgerir að auka hlutafé um allt að 1,5 milljarða króna síðar á árinu með sölu til nýrra fjárfesta.

Norvik átti í lok síðasta árs 33,5% hlut í Wedo, móðurfélagi Heimkaupa, og HIBB holding átti 24,4% hlut samkvæmt síðasta ársreikningi. Skel fjárfestingarfélag fór með 33,3% hlut.

„Það er ánægjulegt að kaupin á verslunareiningum Orkunnar IS ehf. hafa verði kláruð og Heimkaup styrkt hag sinn til muna bæði með þessum eignum og reiðufé. Það eru mikil tækifæri á þeim mörkuðum sem Heimkaup starfar á og verður ánægjulegt að byggja upp sterkt fyrirtæki á þessum mörkuðum til framtíðar. Heimkaup mun áfram vera leiðandi fyrirtæki í sölu matvöru á netinu, eins og það hefur verið á liðnum árum,“ segir Gréta María Grétarsdóttir, forstjóri Heimkaupa.