Sænski fatarisinn H&M tilkynnti í dag að hann myndi yfirgefa Rússlandsmarkaðinn eftir að hafa starfsemi í landinu árið 2009. Talið er að H&M starfræki meira en 150 verslanir í Rússlandi þar sem um 6 þúsund manns starfa að því er kemur fram í frétt BBC.
H&M stöðvaði alla sölu í Rússlandi í byrjun mars. Verslanir H&M verða þó opnaðar tímabundið aftur til að selja eftirliggjandi birgðir.
Fatakeðjan áætlar að kostnaður vegna lokunar í Rússlandi muni samtals nema um 2 milljörðum sænskra króna eða um 26 milljörðum íslenskra króna.