Árs­hluta­upp­gjör Alp­habet er væntan­legt eftir lokun markaða vestan­hafs en Micros­oft og Meta skila síðan upp­gjörum á morgun. Árs­hluta­upp­gjör Amazon er síðan væntan­legt á fimmtu­daginn en Tesla skilaði upp­gjöri í síðustu viku, sem var vel yfir spám grein­enda.

Fjár­festar þurfa þó að bíða í mánuð til við­bótar eftir upp­gjöri Nvidia en engu að síður á­kvað Un­hed­ged frétta­bréf Financial Times að hvetja fjár­festa til að á­kveða stöðu­tökur í tengslum við yfir­vofandi upp­gjör tækni­fyrir­tækjanna sjö.

Til að að­stoða fjár­festa við valið fylgdi hjá­lögð tafla með sem sýnir gengis­þróun bréfa fé­laganna, markaðs­virði þeirra og tekju- og hagnaðar­væntingar.

Robert Armstrong, sem ritar frétta­bréfið, segist sjálfum hugnast best að fjár­festa í Alp­habet, móður­fé­lagi Goog­le, þar sem V/H hlut­fall fé­lagsins (e. price to earnings) er það lægsta af fyrirtækjunum sjö á meðan tekju- og hagnaðar­spár eru í takti við hin fé­lögin, að undan­skildum Nvidia og Tesla.

© Skjáskot (Skjáskot)

Í frétta­bréfinu segir hann að Goog­le sé lík­legast til að mæta af­komu­spá sinni án þess að þurfa auka tekjurnar gríðar­lega en það á ekki við um t.d. Amazon og App­le.

Armstrong segir að það sé erfitt að spá fyrir hve­nær „gervi­greindar- gull­æðið“ í kringum Nvidia muni taka enda en hann segir sambærilega ó­vissu ríkja um fram­gang Robo­Taxi-bíla Tesla.

Elon Musk greindi ný­verið frá því að Tesla býst við því að bíllinn muni leika lykil­hlut­verk í næsta kafla fyrir­tækisins. Tesla segist einnig vera með 20 sæta bíl í þróun sem hefur vinnu­heitið Robovan. Musk segist búast við því að bíllinn fari í fram­leiðslu fyrir árið 2026 en sér­fræðingar hafa dregið í efa hversu raun­hæf sú tíma­tafla er.

Armstrong segir þó að fjár­festing í Goog­le að þessu stigi sé virðis­fjár­festing sem er kannski ekki mest spennandi leiðin til að fjár­festa en hann telur að bréf fé­lagsins muni hækka tölu­vert á næstu 12 mánuðum án þeirrar á­hættu sem fylgir Tesla og Nvidia.

„En ef ég ætti að velja eitt fé­lag af þessum sjö til að fjár­festa í og síðan sofna í tuttugu ár. Einn af horn­steinum í for­sendum Un­hed­ged er að fá fé­lög geta við­haldið örum vexti til lengri tíma og því erfitt að spá fyrir um hvar fé­lögin verða þá. Nú­verandi virði þeirra skiptir litlu máli í því sam­hengi en ég myndi klár­lega velja Amazon,“ skrifar Armstrong.

Að hans mati eru bæði net­verslun og skýja­vinnsla sveigjan­legir geirar sem hægt er að auka vöxt í án til­tölu­lega mikils kostnaðar.

„Ég held engu að síður ekki að gengi Amazon muni hækka mest af fé­lögunum sjö á næstu tuttugu árum en ég held það séu minnstu mögu­leikarnir á að hluta­bréf þeirra muni valda mér miklum von­brigðum er ég vakna árið 2044,“ skrifar Armstrong.