Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,4% í yfir 5 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag. Mesta veltan, eða um 1,2 milljarðar, var með hlutabréf Arion banka sem hækkuðu um 1,1%. Gengi Arion banka stendur í 156,75 krónum og er nú um 9,4% hærra en í upphafi árs.

Icelandair lækkaði mest af félögum aðalmarkaðarins eða um 2,4% í 284 milljóna króna veltu. Gengi flugfélagsins stendur nú í 1,20 krónum á hlut en er enn um 12,7% hærra en fyrir mánuði síðan.

Auk Icelandair lækkuðu hlutabréf Ölgerðarinnar, Skeljar, Hampiðjunnar og Símans um meira en eitt prósent í viðskiptum dagsins.