Kamala Harris forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins í Bandaríkjunum hyggst skattleggja óinnleystan hagnað hjá þeim sem eiga yfir og ætlar að sækja 100 milljónir dala, eða 13,5 milljarða króna, í nettó eignir. Wall Street Journal fjallar um hugmyndir Kamilu í dag.

Joe Biden forseti sagði á kosningafundi fyrir forsetakosningarnar, stuttu áður en hann dró framboð sitt til baka, að milljarðarmæringar í Bandaríkjunum greiddu 8,2% af tekjum sínum í skatta.

Sú prósentutala innfelur óinnleystar tekjur líkt og hækkun á gengi hlutabréfa. Ef aðeins innleystur hagnaður er talinn með er skatthlutfallið 23%. Þá þarf að hafa í huga að skattar hlutafélaganna, tekjuskattur og aðrir skattar, ekki meðtaldir.

Wall Street Journal útskýrir skattahugmyndir Kamölu Harris í dag og sýnir muninn þá þeim og núverandi skattkerfi.

Þar er meðal annars farið yfir þá aðferð sem margir auðmenn nota, meðal annars Elon Musk, að kaupa hlutabréf og taka lán út þau.

Sumir eiga þau alla ævi og nefnist sú leið af skattasérfræðingum í Bandaríkjunum „Kaupa, taka lán og deyja“.