Íslenska krónan hefur styrkt sig um rúm 2,7% gagnvart evru síðastliðna þrjá mánuði og hefur evran farið úr 151,7 krónum í 147,5 krónur á tímabilinu.
Á sama tímabili hefur krónan veikst örlítið, um 0,5%, gagnvart Bandaríkjadal en dalurinn hefur farið úr 138,5 krónum í 139,2 krónur á tímabilinu.
Bandaríkjadalur hefur hækkað töluvert gagnvart helstu gjaldmiðlum síðustu daga og ef tekið er mið af Dollar Index, sem mælir gengi dals gagnvart helstu gjaldmiðlum heims, hefur gengi dals ekki verið sterkara í sex mánuði.
Vísitalan hækkaði um 0,6% í dag en fjárfestar eru að veðja á að Bandaríkjadalur muni halda áfram að styrkjast þegar tilvonandi forseti Trump setur tolla á innflutningsvöru.
Bandaríkjadalur hefur styrkt sig um 0,22% gagnvart krónunni í dag en íslenska krónan hefur styrkst um 3,22% gagnvart dal síðastliðið ár.
Eins og sjá má á gengi evru og dal gagnvart krónunni þróast í sitthvora áttina síðastliðna þrjá mánuði.