Ís­lenska krónan hefur styrkt sig um rúm 2,7% gagn­vart evru síðastliðna þrjá mánuði og hefur evran farið úr 151,7 krónum í 147,5 krónur á tíma­bilinu.

Á sama tíma­bili hefur krónan veikst ör­lítið, um 0,5%, gagn­vart Bandaríkja­dal en dalurinn hefur farið úr 138,5 krónum í 139,2 krónur á tíma­bilinu.

Bandaríkja­dalur hefur hækkað tölu­vert gagn­vart helstu gjald­miðlum síðustu daga og ef tekið er mið af Dollar Index, sem mælir gengi dals gagn­vart helstu gjald­miðlum heims, hefur gengi dals ekki verið sterkara í sex mánuði.

Vísi­talan hækkaði um 0,6% í dag en fjár­festar eru að veðja á að Bandaríkja­dalur muni halda áfram að styrkjast þegar til­vonandi for­seti Trump setur tolla á inn­flutnings­vöru.

Bandaríkja­dalur hefur styrkt sig um 0,22% gagn­vart krónunni í dag en ís­lenska krónan hefur styrkst um 3,22% gagn­vart dal síðastliðið ár.

Eins og sjá má á gengi evru og dal gagnvart krónunni þróast í sitthvora áttina síðastliðna þrjá mánuði.