Gengisvísitala krónunnar lækkaði um 1,38% í dag og hefur hún ekki verið lægri síðan 25 október í fyrra. Er hún 191,29.
Gengisvísitalan er hins vegar mun hærri en á sama tíma síðasta sumar. Þá var hún 185,29.
Krónan styrktist um 1,21% í dag gagnvart evru og er miðgengið nú 146,7 en var 148,6 í gær við lokun markaða.
Styrking gagnvart Bandaríkjadala nam 1,35% og er gengið nú 134,87 en var 136,67 við lokun í gær.
Tvær ástæður eru líklegar fyrir þessari miklu styrkingu í dag. Annars vegar orðróms um 160 milljarða sölu á Kerecis.
Hins vegar þess að túristagos sé væntanlegt á Reykjanesi. Flugfélögin hækkuðu mikið í dag. Icelandair hækkaði um 5,24% og Play hækkaði um 5,15%.
Utan þessa tveggja áhrifaþátta var þess vænst að krónan myndi styrkjast í sumar, meðal annars vegna mikils ferðamannastraums.