Félagið AI Green Cloud hefur fengið 3.000 fermetra lóð úthlutað í Ölfusi og skrifað undir viljayfirlýsingu við þekkingarsetrið Ölfus Cluster um uppbyggingu gervigreindargagnavers á svokölluðum grænum iðngörðum.

„Stefnt er að því að ræsa gagnaverið á þriðja ársfjórðungi 2025,“ segir Kjartan Hrafn Kjartansson, framkvæmdastjóri AI Green Cloud.

Gagnaverið mun nota vélabúnað frá tæknirisanum NVIDIA, sem er eitt stærsta tæknifyrirtæki heims. Viðræður eru í gangi við NVIDIA um frekari aðkomu að verkefninu í Ölfusi, jafnvel fjármögnun.

Með nýrri kælitækni vélbúnaðarins verður 45% orkusparnaður og frá gagnaverinu kemur 55 gráðu heitt vatn sem hægt er að nota í önnur verkefni. Kostnaður við byggingu fyrsta áfanga gagnaversins er áætlaður á bilinu 5 til 6 milljarðar króna. Möguleiki verður á því að fimmfalda gagnaverið að stærð. Nýja félagið kaupir raforku á smásölumarkaði.

Kjartan Hrafn stofnaði AI Green Cloud síðasta sumar. Hann er tölvunarfræðingur og starfaði um árabil hjá Íslandsbanka. Hann var einn eigenda CoreData, sem Wise keypti fyrir tveimur árum og í kjölfarið á þeim viðskiptum vann hann hjá Wise tvö ár eða allt þar til hann stofnaði AI Green Cloud.

Nánar er fjallað í málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geti lesið fréttina í heild hér.