Múlakaffi er eitt af þeim fyrirtækjum sem Íslendingar þekkja og treysta. Enda fá fjölskyldufyrirtæki sem státa af jafn samfelldri og farsælli rekstrarsögu.
Múlakaffi var stofnað í Hallarmúla árið 1962 af Stefáni Ólafssyni veitingamanni og var markmiðið einfalt og göfugt í senn - að elda hollan og kjarngóðan heimilismat fyrir svangt fólk úr öllum þjóðfélagsstigum. Nú, 62 árum síðar, er sami veitingasalurinn í Hallarmúla fullur af viðskiptavinum sem kunna að meta hollan og kjarngóðan heimilismat.
Eftir að Stefán varð bráðkvaddur árið 1989 tók sonur hans, Jóhannes Stefánsson, Þorrakóngurinn í Múla kaffi, við rekstrinum og hefur ásamt fjölskyldu sinni hlúð að rekstrinum og eflt hann allar götur síðan. Í gegnum áratugina hefur Múlakaffi þróast og vaxið með markaðnum þó að gildin séu þau sömu.
Í dag hefur Guðríður María, dóttir Jóhannesar, tekið við framkvæmdastjórninni og sonur Jóhannesar, Jón Örn, er listakokkur og stýrir ýmsum veitingaverkefnum fyrir fyrirtækið.
Segja má að veisluþjónusta Múlakaffis sé stærsti þátturinn í rekstrinum enda hefur Múlakaffi sérhæft sig í að gera veislur af öllum stærðum og gerðum að einstakri upplifun. Áhersla hefur verið lögð á að leita sífellt nýrra leiða til að koma viðskipta vinum á óvart, laða að hæfileikaríka matreiðslumenn og vera fyrstir með nýjungar þegar kemur að veisluföng um og framsetningu.
Veisluþjónustan er einstaklega vel mönnuð undir stjórn Eyþórs Rúnarssonar, eins ástsælasta kokks okkar landsmanna. Eyþór var fyrirliði kokkalandsliðsins á árum áður og nýjasti liðsmaðurinn er einmitt núverandi fyrirliði lands liðsins, hinn spennandi og hugmynda ríki Ísak Aron Jóhannsson.
Á síðasta ári tók Múlakaffi við rekstri eins rómaðasta veislu- og viðburðastaðar landsins, Sjálands í Garðabæ. Sjáland er á magnaðri staðsetningu við sjávarsíðuna og þar hafa listakokkar Múlakaffis notið sín til fulls við að skapa töfrandi veislu upplifun fyrir viðskiptavini. Sú nýjung verður á fyrir jólin að Múlakaffi ætlar að halda glæsilega skötuveislu í Sjálandi með lifandi tónlist og skemmti dagskrá, til viðbótar við hina rómuðu skötuveislu í Hallarmúlanum, sem hringir inn jólin á hverju ári.
Í mörg horn að líta
Múlakaffi hefur stöðugt leitað leiða til þess að þróa reksturinn og mæta nýrri eftirspurn á innlendum markaði. Þorramaturinn, jólahlaðborðin og skatan eru ávallt fyrirferðarmikil yfir vetrarmánuðina en fyrirtækið hefur einnig náð sérstöðu þegar kemur að því að þjónusta kvikmyndaiðnað og lúxusferðamennsku hérlendis, sem eru greinar í örum vexti.
Múlakaffi hefur þannig fjárfest í færanlegum veisluþjónustubúnaði, gríðarlega öflugum og sérútbúnum veitingatrukkum sem fara hvert á land sem er og færa leikurum og tökuliði hágæðamat á upptökutímabilinu.
Lúxusferðamennska er ört vaxandi angi ferðaþjónustu hérlendis og hefur Múlakaffi verið leiðandi á þeim markaði með lúxushótelinu Eldar Lodge South í Úthlíð í Biskupstungum. Eldar Lodge South var upprunalega sumardvalarstaður Múlakaffi fjölskyldunnar en með elju og natni hefur hún byggt upp einstakan áfangastað þar sem erlendir lúxusferðamenn njóta aðbúnaðar og veitinga á heimsmælikvarða. Nýverið lauk Múlakaffi svo framkvæmdum við annað hótelið sem hefur fengið nafnið Eldar Lodge North og er rétt utan Akureyrar.
Leiðandi í „risaveislum“
Líklega mætti halda því fram að flestir Íslendingar hafi bragðað á veisluföng um frá Múlakaffi í einni eða annarri mynd enda hefur fyrirtækið sérhæft sig í árshátíðum og stærri mannfögnuðum þar sem verkkaupinn leggur allt sitt traust á fyrirtækið. Og veislu salurinn getur verið lítill, stór, risastór eða jafnvel heil íþróttahöll. Og það verður spennandi að sjá hvaða nýju og spennandi veisluföng landsliðið í veisluþjónustu mun frumsýna á næstu misserum, með landsliðsfyrirliðann Ísak Aron Jóhannsson innanborðs.