Á flesta mæli­kvarða er Ís­land afar um­hverfis­vænt land en eftir inn­leiðingu flokkunar­reglu­gerðar ESB hafa lána­stofnanir þurft að bók­færa hlut­fall grænna eigna, t.d. í­búða- og bíla­lána, í 0%.

Skiptir hér engu hvort lánað sé fyrir um­hverfis­vottuðum byggingum eða raf­magns­bílum en flækju­stigið sem er komið upp gæti haft nei­kvæð á­hrif á fjár­mögnunar­kjör ís­lenskra fyrir­tækja á evrópskum mörkuðum.

Sem dæmi, svo ís­lensk lána­stofnun geti metið hvort lán fyrir öku­tæki teljist grænt þarf upp­lýsingar um CO2 losun öku­tækis, endur­notkunar-, endur­vinnslu- og endur­heimtar­hlut­föll öku­tækis, ytri snúnings­há­vaða og velti­við­náms­stuðul dekkja.

Þar sem bankar og aðrar lána­stofnanir hérlendis hafa ekki gögn um dekk á öku­tækjum lán­tak­enda sinna er ekki hægt að reikna út velti­við­náms­stuðul og því er ekki hægt að merkja lánið grænt, þó að það sé fyrir raf­bíl.

Hlut­fallið af grænum bíla­lánum hjá bönkum líkt og öðrum ís­lenskum lána­stofnunum er því núll.

Á flesta mæli­kvarða er Ís­land afar um­hverfis­vænt land en eftir inn­leiðingu flokkunar­reglu­gerðar ESB hafa lána­stofnanir þurft að bók­færa hlut­fall grænna eigna, t.d. í­búða- og bíla­lána, í 0%.

Skiptir hér engu hvort lánað sé fyrir um­hverfis­vottuðum byggingum eða raf­magns­bílum en flækju­stigið sem er komið upp gæti haft nei­kvæð á­hrif á fjár­mögnunar­kjör ís­lenskra fyrir­tækja á evrópskum mörkuðum.

Sem dæmi, svo ís­lensk lána­stofnun geti metið hvort lán fyrir öku­tæki teljist grænt þarf upp­lýsingar um CO2 losun öku­tækis, endur­notkunar-, endur­vinnslu- og endur­heimtar­hlut­föll öku­tækis, ytri snúnings­há­vaða og velti­við­náms­stuðul dekkja.

Þar sem bankar og aðrar lána­stofnanir hérlendis hafa ekki gögn um dekk á öku­tækjum lán­tak­enda sinna er ekki hægt að reikna út velti­við­náms­stuðul og því er ekki hægt að merkja lánið grænt, þó að það sé fyrir raf­bíl.

Hlut­fallið af grænum bíla­lánum hjá bönkum líkt og öðrum ís­lenskum lána­stofnunum er því núll.

„Þetta er pínu grát­legt því það vita allir að Ís­land er eins grænt og það getur orðið en Evrópu­reglu­verkið tekur ekki alltaf til­lit til þess sem hentar Ís­landi best,“ segir Hreiðar Bjarna­son, fjár­mála­stjóri Lands­bankans.

Alveg frá því að Græni evrópski sátt­málinn var sam­þykktur árið 2020 hefur sjálf­bærnis­lög­gjöf í kringum fjár­magn aukist til muna. Meðal stærstu breytinga var inn­leiðing á EU Taxono­my, sem í dag­legu tali kallast Flokkunar­reglu­gerðin, og Sjálf­bærnis­upp­lýsinga­gjöf á sviði fjár­mála­þjónustu, SFDR, en báðar reglu­gerðirnar voru inn­leiddar hér á landi í fyrra.

Hreiðar segir að bankar og Ís­land hafi unnið eftir annarri sjálf­bærnisum­gjörð áður en EU Taxono­my-flokkunar­kerfið fæddist.

„Því miður er mikið í lána­safninu sem á eftir að votta í gegnum þetta nýja Evrópu­reglu­verk og fyrir vikið er hlut­fallið svona lágt. Þetta mun taka ein­hver ár og þangað til byggja aðilar bara á eigin sjálf­bærni­ramma en innan ein­hverra ára þarf auð­vitað að leita sam­ræmis í því,“ segir Hreiðar.

Engin verðlaun fyrir heita vatnið

Hann segir bankann hafa verið að ýta á breytingar, til dæmis í kringum í­búða­lánin sem eru stór hluti af út­lánum bankanna og nær öllum út­lána­söfnum.

„Þar snýst þessi flokkunar­reglu­gerð bara um það hversu orku­hag­kvæmt í­búðar­hús­næðið er en ekkert um það hvaðan orkan sem til hitunar kemur og hvort hún sé græn eða ekki,“ segir Hreiðar og bætir við að til­gangurinn sé væntan­lega að hvetja til orku­sparnaðar þannig það þurfi yfir­höfuð minni orku hvort sem hún er græn eður ei.

„En við erum ekkert verð­launuð fyrir það í þessari reglu­gerð að Ís­land skuli í raun hita allt meira og minna með heitu vatni,“ segir Hreiðar, ó­líkt þeim heimilum í Evrópu sem eru hituð með ó­um­hverfis­vænni orku. Svo að Ís­land geti fengið þessa grænu vottun á í­búða­lán þarf að inn­leiða mælingar á orku­notkun hús­næðis.

„Það sem þarf til er að Hús­næðis- og mann­virkja­stofnun klári inn­leiðingu á ein­hverju sem mælir og vottar orku­notkun hús­næðis á Ís­landi. Þá er hægt að tengja það við flokkunar­reglu­gerðina og fengið eitt­hvað gildi á grænt hlut­fall í­búða­lána sem upp­fylla þessi skil­yrði reglu­gerðarinnar. Þannig að það er margt sem er í þróun og þess vegna mælist hlut­fallið hjá okkur núll komma núll eitt­hvað prósent.“

Að mati Hreiðars er það sjálf­stætt á­hyggju­efni hversu um­fangs­mikið og flókið sjálf­bærnis­reglu­verkið er orðið.

„Þú þarft her sér­fræðinga til að átta þig á því hvernig á að vinna eftir því. Pendúllinn sveiflast og hann er ekki í jafn­vægis­á­standi eins og reglu­verkið er að hellast yfir okkur í dag. Það er þó ekkert annað í boði fyrir fjár­mála­fyrir­tæki en að reyna að vera fyrir­myndar­borgari í þessu eins og öðru en á meðan kröfurnar eru svona miklar er það bara ærið verk­efni að upp­fylla lág­marks­kröfur,“ segir Hreiðar.