Samrunaviðræður Nykredit og Spar Nord eru langt komnar samkvæmt danska viðskiptamiðlinum Børsenen fyrrnefndi bankinn lagði fram yfirtökutilboð í þann síðarnefnda á dögunum.
Samkvæmt tilboðsyfirliti er Nykredit hljóðar tilboðið upp á 210 danskar krónur á hlut, eða um 4108 íslenskar krónur. Dagslokagengi Spar Nord í gær var 140 danskar krónur en gengið rauk upp í 205 krónur við opnun markaða í dag.
Stjórn Spar Nord hefur lagt til við hluthafa að samþykkja tilboðið en Nykredit er fjórði stærsti banki Danmerkur og Spar Nord sá sjötti stærsti.
Samkvæmt Børsen yrði sameinaði bankinn þriðji stærsti banki Danmerkur en eftir samrunann verður til eitt félag sem mun halda utan um bæði vörumerkin.
„Það er mikil samlegð með Spar Nord og Nykredit. Við hörfum sameiginleg gildi og kjarnastarfsemi sem mun auka stöðu okkar á markaðinum,“ segir Merete Eldrup stjórnarformaður Nykredit.
Nykredit á nú þegar um 19,6% hlut í Spar Nord. Stærsti hluthafi bankans er Spar Nord Foundation, sem á um 20,3% hlut, hefur nú þegar samþykkt tilboð Nykredit.
Spar Nord er skráð í dönsku Kauphöllina og voru skráðir hluthafar í lok árs 82 þúsund. Einungis Spar Nord Foundation og Nykredit eiga meira en 5% hlut.
Markaðsvirði Spar Nord var 16,4 milljarðar danskra króna við lokun markaða í gær.
Nykredit er að greiða 49% yfir markaðsvirði og er heildarkaupverðið um 24,7 milljarðar danskra króna eða 483 milljarðar íslenskra króna.