Samningar hafa náðst í deilu flugfélagasins SAS og um 1.000 flugmanna þess. Þetta segir norska ríkisútvarpið NRK.

Samningurinn er til 5 ára en lokametrar deilunnar snerust um samningslengdina. Ekki hefur verið upplýst um önnur atriði í kjarasamningnum.

Verkfalli flugmannanna er þar með aflýst. Það mun hins vegar taka SAS nokkra daga að komast almennilega á flug, þangað til munu farþegar áfram finna fyrir truflun á þjónustu félagsins.

Hlutabréf SAS hafa sveiflast mikið síðustu daga. Í dag hækkuðu þau um 20,89%.