Hlutabréf flugfélagsins SAS hafa hækkað um 18,1% það sem af er degi og tæp 30% síðustu vikuna. Fjárfestar hafa augljóslega trú á því að samningar takist í deilu flugfélagsins við flugmenn en hlutabréf félagsins hafa sveiflast mikið síðustu vikurnar.
Marianne Hernæs aðalsamningamaður SAS sagði í morgun ´samtali við Börsen, þegar samningafundur var að hefjast í Stokkhólmi, að annað hvort næðust samningar nú, eða ekki. Ekki væri hægt að ræða málin mikið frekar.
Undir þetta tók Martin Lindgren samningamaður flugmanna. Hann sagði að þetta væri síðasta samningalotan.