Starbucks, stærsta kaffihúsakeðja heims, er með til skoðunar að selja starfsemi sína í Bretlandi. Ríflega þúsund Starbucks staðir eru starfræktir í Bretland, þar af eru um 70% með sérleyfissamningi en restin er í eigu samstæðunnar.
Starbuks sagði að starfsemi félagsins í Bretlandi væri ekki í formlegu söluferli en samstæðan væri áfram að meta stefnu sína til framtíðar varðandi útibú í sinni eigu utan Bretlands.
Í umfjöllun Financial Times segir að Starbacks líkt aðrar kaffihúsakeðjur, glími nú við breyttar neytendahegðun og aukinnar fjarvinnu eftir kórónuveirufaraldurinn.