Carsten Dilling stjórnarformaður SAS staðfesti í kvöld við sænska viðskiptablaðið Dagens industri að samningar hafi náðst milli flugfélagsins og flugmanna. Viðskiptablaðið sagði frá því fyrr í kvöld að samningar hafi náðst.
Hins vegar sendi SAS út fréttatilkynningu fyrir um hálftíma, eftir að Dilling staðfesti samning, og segir að ekki hafi verið skrifað undir samning enn og viðræður standi yfir, þrátt fyrir „spekulasjónir" í fjölmiðlum um annað.
Þrátt fyrir fréttatilkynninguna standa skandinavískir fjölmiðlar við fréttir sínar um að samningar hafi náðst. Má þar nefna danska Börsen, Dagens industri, Danmarks Radio og NRK.
Þetta virðist aðeins snúast um það tæknilega atriði að ekki sé formlega búið að skrifa undir af öllum samningsaðilum.