Volkswagen tilkynnti í morgun um að bílaframleiðandinn muni fjárfesta fyrir 5,8 milljarða dala samstarfsverkefni (e. joint venture) með bandaríska bílaframleiðandanum Rivian. VW hafði upprunalega boðist til að leggja fimm milljarða dala í samstarfið.
Gengi Rivian hefur hækkað um meira en 17% í kjölfar tilkynningarinnar en samstarfið kemur samhliða aukinni samkeppni frá kínverskum keppinautum.
Aukin aðkoma VW veitir Rivian mikilvægt fjármagn meðan það undirbýr kynningu á nýjasta sportjeppa sínum, R2, á næsta ári. Samstarfið þýðir líka að VW getur byrjað að nota tækni Rivian í eigin bílaframleiðslu.
„Með því að sameina sérþekkingu sína ætla fyrirtækin tvö að draga úr þróunarkostnaði og auka tækni sína með meiri hraða,“ segir í sameiginlegri tilkynningu.
Rivian framleiðir ekki aðeins sportjeppa heldur einnig rafknúna sendiferðabíla og hefur Amazon, stærsti hluthafi þessi, nú þegar pantað 100 þúsund stykki af Rivian sem þeir munu fá afhent fyrir lok áratugarins.