Nettótekjur fjárfestingabankans Goldman Sachs á öðrum ársfjórðungi námu 2,9 milljörðum dollara samanborið við 5,5 milljarða á sama tíma í fyrra. Nemur lækkunin því 47% á milli ára. Financial Times greinir frá.
Þá lækkuðu tekjur af fjárfestingastarfsemi bankans um 41% og námu 2,1 milljörðum dollara en þar að auki drógust tekjur eignastýringar bankans saman um 79% og námu 1,1 milljörðum dollara. Aftur á móti jukust tekjur af verðbréfastarfsemi bankans um 32% og námu 6,5 milljörðum dollara.
Tekjur annarra fjárfestingabanka drógust einnig saman á öðrum ársfjórðungi. Nettótekjur JPMorgan Chase drógust saman um 61% og tekjur Morgan Stanley lækkuðu um 55%.