Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,49% það sem af er morgni. Marel og Skel leiða lækkanir.

Marel hefur lækkað um 3,25% og Skel um 3,07%. Aðeins þrjúfélög hafa hækkað. Icelandair er upp um 0,44% og Festi upp um 0,39%. Ölgerðin hefur einnig hækkað um 0,46% en aðeins í 250 þúsund króna viðskiptum.

Hlutabréf lækkuðu nokkuð í gær á Wall Street og eins í framvirkum viðskiptum í morgun. Hlutabréf í Evrópu hafa lækkað í morgun, þó mun minna en í íslensku kauphöllinni. Evrópsk hlutabréf hafa lækkað síðustu fimm daga, eins og vb.is greindi frá rétt í þessu.