Al­vot­ech gjald­færði tap að fjár­hæð 69 milljónir dala, sem sam­svarar um 9,5 milljörðum króna á gengi dagsins, á fyrstu níu mánuðum ársins vegna endur­fjár­mögnunarinnar, sem að mestu má rekja til upp­gjörs breytan­legu skulda­bréfanna fyrir loka­gjald­daga.

Í júní á þessu ári greindi líftækni­lyfjafélagið frá því að eig­endur meiri­hluta breyti­legraskulda­bréfa Al­vot­ech, sem upp­haf­lega voru út­gefin 16. nóvember og 20. desember 2022 með loka­gjald­daga 20. desember 2025, óskuðu eftir að nýta breytirétt bréfanna í al­menna hluti á genginu 10 dollarar.

Breytiréttar­dagur var 1. júlí síðastliðinn og gaf Al­vot­ech úr ný bréf til þeirra sem nýttu sér breytiréttinn.

Í júlí á þessu ári greindi Al­vot­ech frá því að félagið hefði lokið endur­fjár­mögnun skulda sinna.

Joel Mor­a­les, fjár­mála­stjóri Al­vot­ech, fagnaði því hversu margir fjár­festar nýttu sér réttinn til að skipta breytan­legum skulda­bréfum félagsins yfir í hluta­bréf.

„Það lýsir trausti á félaginu, enda horfur okkar afar góðar til lengri eða skemmri tíma, sem leiðandi aðili á sviði þróunar og fram­leiðslu líftækni­lyfja­hliðstæða,“ sagði Joel Mor­a­les.

Fjár­muna­tekjur Al­vot­ech námu 79,1 milljón dala á fyrstu níu mánuðum ársins, saman­borið við 46,4 milljónir dala á sama tíma­bili í fyrra en sam­kvæmt upp­gjöri félagsins er þessi munur aðal­lega vegna endur­mats á gang­virði af­leiðna tengdum breytan­legum skulda­bréfum félagsins, þegar meiri­hluti eig­enda nýtti breytiréttinn.

Á sama tíma­bili í fyrra var ráðandi þáttur tekju­færsla vegna breytinga á gang­virði hluta­bréfa í eigu stærstu hlut­hafa félagsins sem tengt er markaðs­gengi (svo nefnd Predecessor Earn Out Shares).

Á fyrstu níu mánuðum ársins námu fjár­magns­gjöld Al­vot­ech 237,7 milljónum dala, saman­borið við 107,8 milljónir dala á sama tíma í fyrra.

„Fjár­magns­gjöldin á fyrstu níu mánuðum ársins má að stórum hluta rekja til vaxta­kostnaðar af útistandandi skuldum upp á 115,0 milljón dali og gjald­færslu upp á 107,3 milljónir dala vegna gang­virðis­breytingar á af­leiðu­tengdri skuld, tengdri hluta­bréfum sem af­hent voru stærstu hlut­höfum félagsins fyrir skráningu þess á markað (áður­nefnd Predecessor Earn Out Shares)“ segir í upp­gjöri félagsins.

Gang­virði af­leiðunnar ræðst að miklu leyti af markaðs­gengi hluta­bréfa Al­vot­ech og mikil hækkun á markaðs­gengi bréfa Al­vot­ech á fyrsta árs­fjórðungi olli gjald­færslu á fyrstu níu mánuðum ársins, segir í upp­gjörinu.