Þeir fjórir af fimm þingmönnum Viðreisnar sem svöruðu könnun Viðskiptablaðsins eru hlynntir því að heimila innlendum einkaaðilum að starfrækja vefverslun með áfengi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur ríkisrekna vínbúð vera barn síns tíma.

„Í stefnu Viðreisnar er kveðið skýrt á um að ríkið eigi ekki að starfa á smásölumarkaði, svo sem áfengis markaði og sölu og sölu á þjónustu, eða að vörudreifingu,“ segir Þorgerður Katrín í skriflegu svari.

Þeir fjórir af fimm þingmönnum Viðreisnar sem svöruðu könnun Viðskiptablaðsins eru hlynntir því að heimila innlendum einkaaðilum að starfrækja vefverslun með áfengi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, telur ríkisrekna vínbúð vera barn síns tíma.

„Í stefnu Viðreisnar er kveðið skýrt á um að ríkið eigi ekki að starfa á smásölumarkaði, svo sem áfengis markaði og sölu og sölu á þjónustu, eða að vörudreifingu,“ segir Þorgerður Katrín í skriflegu svari.

Viðskiptablaðið sendi eftirfarandi fyrirspurn á alla þingmenn: „Ert þú sem þingmaður almennt hlynntur eða andvígur því að heimila innlendum einkaaðilum að stunda smásölu áfengis á netinu?“ Jafnframt var spurt um afstöðu til núverandi fyrirkomulags áfengissölu með einkaleyfi ÁTVR. Alls fengust svör frá 56 af 63 þingmönnum.

Sigmar Guðmundsson segist ekki ánægður með núverandi fyrirkomulag áfengissölu á Íslandi með einkaleyfi ÁTVR og segir að ríkið eigi almennt ekki að standa í verslunarrekstri. Ríkisrekstur sé ekki forsenda á bak við þau lýðheilsumarkmið sem samfélagið stefni að.

„Miðað við þá stefnu ÁTVR að hafa verslanir sem víðast, starfrækja netsölu og hafa opnunartíma rúman, er þessu betur komið í höndum einkaaðila.“

Hann bætir þó við að regluverkið þurfi eftir sem áður að vera skýrt og taka mið af því að varan sé ekki ætluð börnum og ungmennum.

Jafnframt segir Sigmar brýnt að eyða allri lagalegri óvissu með núverandi fyrirkomulagi netsölu. Hann sé almennt hlynntur því að jafna stöðu innlendra fyrirtækja, þar á meðal í netsölu áfengis.

Guðbrandur Einarsson og Sigmar Guðmundsson
© Eyþór Árnason (Eyþór Árnason)

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir segist hlynnt smásölu á netinu og þar af leiðandi sé hún ekki hlynnt einkasölu ÁTVR.

Guðbrandur Einarsson segist hlynntur því að heimila innlendar vefverslanir með áfengi að uppfylltum skilyrðum en geri þó engar athugasemdir við núverandi fyrirkomulag.

Hanna Katrín Friðriksson svaraði ekki fyrirspurninni.

Fjallað er ítarlega um könnunina í Viðskiptablaðinu sem kom út á miðvikudaginn. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina og svör einstakra þingmanna hér.