Richard Walker, stjórnarformaður Iceland, segir að hann myndi gjarnan vilja notast við andlitsgreiningartækni til að draga úr þjófnaði úr verslunum fyrirtækisins og til að vernda starfsfólk.
Ummæli Walker koma í kjölfar tilkynningar frá Dame Diana Johnson, glæpa- og lögreglumálaráðherra Bretlands, sem sagðist vilja fjarlægja 200 punda þröskuldinn sem er nú við lýði til að takast betur á við þjófnað.
„Þó að við notum þetta ekki enn þá myndi ég með glöðu geði prófa slíka andlitsgreiningartækni innan ramma laganna sem skilvirkt svar við þeirri raunverulegu ógn sem samstarfsmenn mínir standa frammi fyrir,“ segir Walker á LinkedIn-síðu sinni.
Stjórnarformaðurinn telur einnig að öryggisverðir ættu að hafa meira lagalegt vald þegar kemur að þjófnaði. „Öryggisverðir eru mjög takmarkaðir í getu sinni til að bregðast við ósvífnum, atvinnuglæpamönnum sem starfa án ótta við afleiðingar.“