Sam­kvæmt ár­legri greiningu danska við­skipta­miðilsins Børsen voru 3011 fyrir­tæki í Dan­mörku sem telja má til svo­kallaðra gasella en um er að ræða fyrir­tæki sem hafa tvö­faldað veltu eða hagnað á einungis fjórum fjár­hags­árum.

Slangur­yrðið gasella á rætur sínar að rekja til hag­fræði­rann­sóknar David Birch frá árinu 1987 er hann sýndi fram á að vaxta­fyrir­tæki væru megin­drif­kraftur nýrra starfa í Banda­ríkjunum.

Sam­kvæmt rann­sókn Birch voru svo­kallaðar gasellur 4% allra fyrir­tækja í Banda­ríkjunum en báru á­byrgð á 70% af nýjum störfum sem sköpuðust í hag­kerfinu.

Børsen hefur tekið saman fjölda þessara vaxta­fyrir­tækja ár­lega frá árinu 1995 og hafa fyrir­tækin aldrei verið fleiri en í ár. Í fyrra voru 2781 vaxtafyrirtæki sem náðu að vera skilgreind sem gasellur og höfðu þá aldrei verið fleiri.

Fjöl­breyti­leiki fyrir­tækjanna hefur einnig aldrei verið meiri. Martin Sendero­vitz, sem hefur rann­sakað vaxta- og sprota­fyrir­tæki í meira en ára­tug, segir að fjöl­breyti­leikinn bendi til þess að til þess að verða gasella þurfi ekki endi­lega að hitta á réttan geira á réttum tíma.

Danskar gasellur eftir landsvæðum.
Danskar gasellur eftir landsvæðum.
© Skjáskot (Skjáskot)

Á lista Børsen var að finna fyrir­tæki sem fjar­lægir hár með leysi­geisla, tækni­fyrir­tæki sem sér­hæfir sig í varnar­málum, vinnu­palla­fram­leiðanda og fata­verslanir svo dæmi séu tekin.

„Sögu­lega hafa gasellur komið úr öllum áttum en það er á­huga­vert að það er ekki einn geiri sem er að drífa á­fram vöxtinn. Þetta eru fyrir­tæki sem eru að vaxa um­fram þann iðnað sem þau starfa í, sem er hrífandi,“ segir Sendero­vitz.

Að mati Børsen er magnað að sjá fjölda vaxta­fyrir­tækja sem hafa náð árangri síðast­liðin fjögur ár þar sem nóg hefur verið um að vera í efna­hags­lífinu. Kórónu­veiran, verð­bólga, truflanir í að­fanga­keðjum og inn­rás Rússa í Úkraínu.

„Gasellur eru rekin af fólki sem kann að setja skýr mark­mið, þrátt fyrir að þá séu á­skoranir í rekstrinum. Erfið­leika­tímar eru aldrei auð­veldir, þetta snýst um hvernig er tekist á við þá og hvernig er hægt að snúa rekstrinum við þannig það sé hægt að skapa tæki­færi að nýju. Það er frum­kvöðla­orkan sem leyfir þessum fyrir­tækjum að breyta á­skorunum í tæki­færi,“ segir Sendero­vitz.