Steingrímur Hermannsson heitinn lét eitt sinn þau orð falla að hefðbundin efnahagslögmál framboðs og eftirspurnar giltu ekki á Íslandi. Þetta er merkileg fullyrðing manns sem gegndi bæði stöðu forsætisráðherra og seðlabankastjóra og hún endurspeglar hugsun sem er furðu lífseig hér á landi.
Eigi að síður kemur það á óvart að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, skuli af öllum mönnum enduróma þessa hugsun. Það gerði hann í síðustu viku þegar hann sagði í samtali við Morgunblaðið að það væri ekki verkefni ríkisstjórnarinnar að koma böndum á verðbólguna heldur væri það alfarið í höndum Seðlabankans.
Til að lesa meira
Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.
Verð frá 2.749 kr. á mánuði