Í gegnum tíðina hafa sól og sumar veitt höfundum innblástur í lagasmíðum sínum. Stuff.co.nz hefur tekið saman tíu skemmtilegustu lögin sem hafa verið samin undir pálmatré með kokteil í hönd.

1. Island in the Sun, Harry Belafonte (1957)

Harry Belafonte samdi lagið fyrir samnefnda mynd. Myndin á að gerast á eyjunni Santa Marta (sem er ekki til) en var tekin upp á Barbados og Grenada.

2. The Girl from Ipanema, Astrud Gilberto and Stan Getz (1964)

Lagið kom upp í huga lagahöfundanna tveggja, Astrud og Stan, þegar þau sáu hina 19 ára gömlu Heloisa Pinheiro ganga inn á barinn á ströndinni Ipanema í Rio de Janeiro þar sem hún hugðist kaupa sígarettur fyrir móður sína. Heloisa, sem var hávaxin, sólbrún og fögur fór síðar að starfa sem fyrirsæta.

3. Under the Boardwalk, the Drifters (1964)

Lagahöfundurinn Kenny Young ólst upp á Lower East Side á Manhattan. Hann samdi lagið með strandsvæði á Coney Island í huga. Fellibylurinn Sandy lagði svæðið í rúst 2012 en endurbygging er í fullum gangi.

4. Island Girl, Elton John (1976)

Þó að lagið hljómi eins og það eigi sér uppruna í hitabeltinu þá er sögusviðið New York og er um vændiskonu. Textinn er sunginn frá sjónarhorni karlmanns sem vill bjarga henni frá götum borgarinnar og fara með hana aftur heim til Jamaica, þaðan sem hún kemur.

5. Echo Beach, Martha and the Muffins (1979)

Echo Beach er ekki til í alvörunni en á að tákna betri tíma. Mark Gane, sem samdi lagið, hafði samt aðra strönd í huga, ströndina á Lake Ontario í Toronto þar sem hann dvaldist sem barn.

6. La Isla Bonita, Madonna (1987)

Michael Jackson fékk lagið fyrst í hendur en hafnaði því. Madonna þáði hins vegar lagið og samdi textann. Í fyrstu línunni: „Last night I dreamt of San Pedro“, þá á hún við bæinn San Pedro de Alcantara á Costa del Sol á Spáni.

7. Kokomo, the Beach Boys (1988)

Lagið Kokomo kom fyrir í myndinni Cocktail með Tom Cruise og Bryan Brown. Lagið var tilnefnd til Grammy verðlauna og varð vinsælt um allan heim. Sungið er um staðinn Kokomo en hann er ekki til og er ekki „off the Florida Keys“. En það er til vegur á Havaí sem heitir Kokomo vegur.

8. My Island Home, Christine Anu (1995)

Lagið, sem sumir segja að sé nánast þjóðsöngur Ástralíu, er ekki samið um Ástralíu. Lagið er um Elcho Island.

9. Malibu, Hole (1998)

Courtney Love, söngkona hljómsveitarinnar Hole, samdi textann og Billy Corgan laglínurnar á laginu Malibu. Textinn er hins vegar um eiginmann hennar heitinn, Kurt Cobain. Hann var á meðferðarstofnun í Malibu við heróínfíkn sinni rétt áður en hann fyrirfór sér 1994.

10. Big Sur, the Thrills (2003)

Lögin gerast varla sumarlegri og hressari en Big Sur. Lagið þykir svo í anda Kaliforníu að það kemur á óvart að lagahöfundar eru fölir drengir frá Dublin.

Og að lokum, einn fróðleiksmoli: Frægasta strönd í heimi, Copacabana í Río de Janeiro, er ein sú hættulegasta í heimi, en árið 2007 dóu um 30 manns á svæðinu, í hverri einustu viku. Fólkið sem lést var flest allt fórnarlömb glæpagengja.