Hjónin Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi, og Belinda Chenery sjúkraþjálfari, hafa fest kaup á einbýlishúsi að Stórakrika 53 í Mosfellsbæ. Kaupverðið nemur 220 milljónum króna en uppsett verð var 229 milljónir króna.
Húsið, sem var byggt árið 2007, er 373 fermetrar að stærð. Inni í fermetrafjöldanum er 58,4 fermetra séríbúð á neðri hæð. Fermetraverð hússins nam því tæplega 590 þúsund krónum.
Húsið inniheldur stóra stofu, vandað eldhús, þrjú herbergi á efri hæðinni og sjónvarpshol sem hægt er að breyta í annað svefnherbergi, og þrjú baðherbergi. Í garðinum er stór timburverönd og heitur pottur. Kynningu af húsinu má finna hér.
Seljendur eru hjónin Brynjar Daníelsson, framkvæmdastjóri hönnunarfyrirtækisins Ónyx, og Olga Kristjánsdóttir.