Ítalski vínframleiðandinn Marchesi Antinori hefur keypt hina frægu Arcadia-vínekru í Napa Valley í gegnum dótturfyrirtæki sitt, Stag‘s Leap, og hafa nú verið sameinaðar undir sama eignarhaldi.
Warren Winiarski stofnaði félagið Stag‘s Leap Wine Cellars og í gegnum það náði hann að koma Napa Valley á kortið eftir að 1973 árgerðin af Cabernet Sauvignon vann til verðlauna í París árið 1976.
Árið 1996 keypti hann síðan Arcadia Vineyard og hafði hann umsjón með því til ársins 2007. Winiarski seldi síðan Stag‘s Leap en hélt áfram að reka Arcadia Vineyard þar til hann lést, þá 95 ára að aldri.
Kaupverðið hefur ekki verið opinberað en rekstrarstjóri Antinori-fjölskyldunnar í Bandaríkjunum, Juan Munoz-Oca, segist ótrúlega spenntur að hafa eignast svona töfrandi vínekru á svona sérstökum stað.