Hjónin Ari Fenger, forstjóri og einn eigenda 1912 samstæðunnar, og Helga Lilja Fenger Gunnarsdóttir, viðskiptafræðingur og stjórnendamarkþjálfi, hafa fest kaup á einbýlishúsi að Þernunesi 6 í Arnarnesinu í Garðabæ fyrir 550 milljónir króna.
Fasteignin var auglýst til sölu í vor og var ásett verð eignarinnar 590 milljónir króna. Seljandi er Ragnhildur Sveinsdóttir pílates-kennari.
Húsið stendur á 1.200 fermetra lóð, og er skráð 425 fermetrar en þar til viðbótar er 59 fermetra tvöfaldur bílskúr.
Í húsinu eru fimm svefnherbergi, fjögur baðherbergi og eitt gestasalerni. Þá er að finna æfingarsal, bíósal og vínherbergi.
Framkvæmdir hófust við húsið árið 2008 sem hannað er af Haraldi Ingvarssyni, Páli Hjaltasyni og Þormóði Sveinssyni. Nokkurn tíma tók að ljúka byggingu en það var skráð fokhelt í fasteignaskrá fram til ársins 2013 og ekki fullfrágengið fyrr en árið 2017.




Nálgast má fleiri myndir af húsinu hér.